18.12.1968
Sameinað þing: 24. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 760 í D-deild Alþingistíðinda. (3803)

109. mál, perlusteinsvinnsla í Loðmundarfirði

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Það urðu nokkur mistök af minni hálfu. Ég hafði hugsað mér að biðja forseta um að fresta þessum lið og haft um það samráð við fyrirspyrjanda, en það kemur að vísu ekki að sök. Ég mundi hins vegar vilja mælast til þess, að svari mínu verði frestað. Það er vegna þess, að við bíðum eftir niðurstöðum eða árangri rannsókna, sem verið er að framkvæma í tveimur rannsóknarstöðvum í Evrópu á gæðum perlusteinsins í Loðmundarfirði og einnig eftir niðurstöðum rannsókna, sem framkvæmdar voru í Bandaríkjunum af firmanu Johns Manville á sýnishornum, sem þeir fengu leyfi til að taka á s.l. sumri. Þess vegna vildi ég óska eftir því, að svarið mætti bíða, þar til þessar niðurstöður liggja fyrir.