26.02.1969
Sameinað þing: 33. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 788 í D-deild Alþingistíðinda. (3829)

143. mál, fyrirhugaður flutingur á aðalviðhaldssviði Loftleiða til Keflavíkurflugvallar

Fyrirspyrjandi (Jón Skaftason):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðh. fyrir þau svör, sem hann veitti við fsp. minni. Þau voru ljós og fullnægjandi og út af fyrir sig gefa þau ekki mikið tilefni til langra umr. af minni hálfu. Ég vil þó aðeins segja, að ég vænti þess, — og ég veit, að ég tala þar fyrir munn nokkuð margra, — að utanrrn. beiti áhrifum sínum til hins ýtrasta til þess að reka á eftir svörum frá yfirmönnum varnarliðsins um aðstöðu fyrir Loftleiðir í flugskýlinu, sem þar er.

Mér skilst af yfirlýsingu hæstv. ráðh., að spurningin um tollaívilnanir muni ekki verða þessu máli að fótakefli og vil ég fagna því sérstaklega.