12.03.1969
Sameinað þing: 35. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 793 í D-deild Alþingistíðinda. (3844)

163. mál, skuldir Íslendinga við aðrar þjóðir

Fjmrh. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. Spurt er: „Hvað námu skuldir þjóðarinnar við önnur lönd mikilli fjárhæð um síðustu áramót, reiknaðar í íslenzkum krónum með núverandi gengi:

l) Föst lán:“ Svarið er 11.270 millj. „

2) Lausar skuldir?“ Svarið er: 1.102 millj., sem eru stutt vörukaupalán. „

3) Hvað er talið, að afborganir og vaxtagreiðslur af föstum, erlendum lánum nemi miklu í íslenzkum peningum árið 1969?“ Svarið er: 22.260 millj.