14.11.1968
Efri deild: 14. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 638 í B-deild Alþingistíðinda. (466)

39. mál, fyrirmæli Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna

Frsm. (Pétur Benediktsson):

Herra forseti. Það þarf víst ekki að hafa mörg orð um þetta frv. um framkvæmd fyrirmæla Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Það liggur ljóst fyrir í aths. við frv., að með aðildinni að Sameinuðu þjóðunum hefur Ísland tekið á sig ýmislegar skuldbindingar og að nauðsynlegt er, sérstaklega í sambandi við 41. gr. sáttmálans, sbr. og 39. gr., að hafa lagaheimild tiltæka til þess að ríkisstj. hafi stjórnlagalega heimild til að framkvæma þær skyldur. sem hún hefur þjóðréttarlega tekið á sig með undirskrift sáttmálans. Það liggur í augum uppi, að þarna verður ekki bæði sleppt og haldið, og fyrst við erum skuldbundnir af þjóðarétti til þessara framkvæmda, verður ríkisstj. Íslands að hafa heimild í I. til að gera það, sem gera þarf. en að sjálfsögðu er það hennar túlkun, sem þarna kemur til greina um það, hver sé rétt framkvæmd, svo að ég held, að hér sé ekki nein stórhætta á ferðum fyrir Ísland. það lendi varla í neinum sérstökum vandræðum á alþjóðavettvangi fyrir samþykkt þessara laga.

Ég leyfi mér að mæla með því, að frv. verði samþ. við þessa umr. og vísað til 3. umr.