13.02.1969
Efri deild: 42. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 639 í B-deild Alþingistíðinda. (477)

137. mál, gjaldaviðauki

Fjmrh. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir, er þess efnis að veita ríkisstj. heimild til að innheimta á yfirstandandi ári tiltekin gjöld með sömu viðaukum og gilt hafa um margra ára bil. Því miður er þetta frv. nokkuð seint á ferðinni, þess vegna skiptir miklu máli, að það geti fengið hraða meðferð hér í hv. deild. Það hefur aldrei verið neinn ágreiningur um það á undanförnum árum, og vil ég vona, að svo verði einnig nú, þar sem er ekki um neinar breyt. á I. að ræða. Ég sé því ekki ástæðu til, herra forseti, þar sem málið er efnislega mjög kunnugt hv. dm., að hafa um það fleiri orð, en legg til, að frv. verði að lokinni þessari umræðu vísað til 2. umr. og hv. fjhn., og vildi jafnframt beina þeirri ósk til hv. fjhn., að hún hraðaði afgreiðslu málsins eins og henni væri frekast kostur.