03.03.1969
Neðri deild: 58. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 644 í B-deild Alþingistíðinda. (504)

135. mál, hækkun á bótum almannatrygginga

Skúli Guðmundsson:

Herra forseti. Hér eru almannatryggingar á dagskrá, og ég vil nota það tækifæri til þess að bera fram eina fsp. til hæstv. ríkisstj.

Hinn 19. des. 1967 voru samþ. á Alþ. I. um breyt. á I. um almannatryggingar. 1 þessum l. voru ákvæði til bráðabirgða, og síðasta málsgreinin í bráðabirgðaákvæðinu hljóðar þannig, með leyfi hæstv. forseta:

„Athuga skal möguleika á að draga úr kostnaði viti rekstur Tryggingastofnunar ríkisins með því að semja við banka eða sparisjóði um, að þær stofnanir annist útborganir á bótum frá almannatryggingunum.“

Ég vil spyrja hæstv. ráðherra um það, hvað stjórnin hafi gert til þess að framfylgja þessu lagaákvæði. Nú, í s.l. mán., febrúar 1969, var mér sagt, að þá hefði enn engin málaleitun komið til stjórnar Landsbankans frá ríkisstj. þessu viðkomandi. Ef það er þannig, að hæstv. ríkisstj. hafi enn ekkert gert til þess að uppfylla þessi fyrirmæli Alþ., þá vildi ég leyfa mér að spyrja, hvernig á því stendur eða hvort ríkisstj. hefur ekki í hyggju að framkvæma þetta, eins og l. mæla fyrir um, að athuga þá möguleika, sem þar um ræðir.