14.11.1968
Neðri deild: 15. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 828 í B-deild Alþingistíðinda. (854)

9. mál, Landsbókasafn Íslands

Forsrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Sízt af öllu vil ég hafna samvinnutilboði frá þessum hv. þm., þegar svo einkennilega bregður við, að hann vill leggja góðu máli lið. En minn háttur er sá að taka ekki ákvarðanir fyrr heldur en að athuguðu máli. Ég hef ekki enn þá fengið till. um þetta mál í heild og get þar af leiðandi ekki lýst yfir afstöðu til þess. En auðvitað er ég ekki hér einn til ákvörðunar. Ég ræð mínu atkv. og því fer fjarri, að ég vísi málinu frá mér. Því fer fjarri. Ég er einfaldlega ekki reiðubúinn til þess nú í dag fyrirvaralaust að gefa yfirlýsingu um mál, sem ég hef ekki athugað.