10.12.1968
Neðri deild: 26. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 146 í B-deild Alþingistíðinda. (98)

27. mál, eiturefni og hættuleg efni

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Frv. þetta til l. um eiturefni og hættuleg efni hefur hlotið meðferð og afgreiðslu í Ed. og varð enginn ágreiningur um meðferð málsins þar. Frv. er mjög sérfræðilegs eðlis, og eins og fram kemur í aths. var það að verulegu leyti sniðið eftir tilsvarandi dönskum l., en með breytingum, sem eðlilegt þótti að gera miðað við íslenzkar aðstæður og íslenzka staðhætti, en 1. um eiturefni og hættuleg efni hafa eigi áður gilt hér á landi. Frv. er, eins og segir í grg., árangur af undirbúningsstarfi, er hafið var á árinu 1962 og síðan haldið áfram 1965 og síðan, en Þorkell Jóhannesson læknir hefur haft þetta starf með höndum í umsjá landlæknis, og Erling Edwald, yfirlyfjafræðingur Lyfjaverzlunar ríkisins, verið til aðstoðar við þetta starf. Ég tel eðlilegt, að n., sem hér fær málið til meðferðar, geti fengið þær nánari og sérfræðilegu upplýsingar, sem hún óskar eftir, af hálfu rn. og þeim sérfræðingum, sem um málið hafa fjallað. Ég tel ástæðulaust að fara fleiri orðum um frv. að svo komnu, en vil leyfa mér að leggja til, herra forseti, að því verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. heilbr.- og félmn.