28.04.1970
Neðri deild: 88. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 899 í B-deild Alþingistíðinda. (1041)

174. mál, lax- og silungsveiði

Frsm. (Bjartmar Guðmundsson):

Herra forseti. Landbn. ræddi þá breyt., sem Ed. gerði við þetta frv.. frá því að það var sent héðan úr þessari hv. d. í morgun. Þessi breyt. er, eins og hv. þm. vita, sú, að skipun veiðimálanefndar er færð í það horf, sem var í frv., en þessu var breytt hér í d. Fundur landbn. var heldur illa sóttur, það komu aðeins fimm af sjö nm., og þeir urðu ekki sammála um þá afstöðu, sem n. tæki til þessarar breyt. í Ed. Ég má segja, að þrír af fimm, sem þar voru, eru fylgjandi því að fallast á þessa breyt. Um afstöðu þeirra, sem fjarverandi voru, veit ég ekki. Það hlýtur að koma fram við atkvgr. hér á eftir, en sem sagt, ég fyrir mitt leyti fellst á, að þessi breyt. haldist, sem Ed. gerði á frv., enda í samræmi við skoðun mína á því atriði, og legg ég til í umboði tveggja annarra nm., að á þessa brtt. verði fallizt.