15.12.1969
Efri deild: 26. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 187 í B-deild Alþingistíðinda. (105)

104. mál, Norðurlandasamningur um alþjóðleg einkamálaréttarákvæði

Frsm. (Jón Þorsteinsson):

Herra forseti. Með frv. þessu er lagt til að heimila ríkisstj. að staðfesta samkomulag milli Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um breytingu á Norðurlandasamningnum frá 6. febrúar 1931 um alþjóðleg einkamálaréttarákvæði um hjúskap, ættleiðingu og lögráð. En það samkomulag, sem tekizt hefur um breytingar á þessum samningi, varðar einkum könnun hjónavígsluskilyrða, lýsingu, hjónavígsluna sjálfa og ógildingu hjúskapar. Ýtarleg grein er gerð fyrir efni þessa samkomulags í aths. við frv. og sé ég ekki ástæðu til að rekja það frekar. Frv. var vísað til allshn. og var n. sammála um að mæla með því, að frv. hljóti samþykki.