28.04.1970
Efri deild: 82. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 915 í B-deild Alþingistíðinda. (1105)

231. mál, Alþýðubankinn

Frsm. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Fjhn. hefur haft þetta mál til athugunar, og eins og nál. á þskj. 725 ber með sér, mælir n. einróma með samþykkt frv. með einni brtt., sem hún flytur á þskj. 726, en hún er þess efnis, að niður falli í 3. mgr. 2. gr. frv. orðin: „En hafi ofangreindir aðilar þá eigi safnað tilskildu hlutafé, skal stjórn Sparisjóðs alþýðu bjóða út innanlands það, sem á vantar“. Skal þess getið til skýringar, að í frv. því, sem samið var á vegum stjórnar Sparisjóðs alþýðu, var ekki gert ráð fyrir þessu, og n. hefur fengið upplýsingar um það, að stjórnin sé því hlynnt, að þessi ákvæði verði felld niður í frv. N. hefur á þetta fallizt og flytur því umrædda brtt. Að öðru leyti, herra forseti, leggur n. til, að þetta frv. verði samþ. óbreytt.