30.04.1970
Neðri deild: 92. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 918 í B-deild Alþingistíðinda. (1127)

217. mál, alþjóðasamningur um fiskveiðar á Norðvestur-Atlantshafi

Frsm. (Birgir Finnsson):

Herra forseti. Sjútvn. hv. d. hefur fjallað um þetta frv. og mælir einróma með því, að það verði samþ.

Ég vil aðeins benda á, að frv. fjallar um framkvæmd alþjóðasamninga um fiskveiðar á Norðvestur-Atlantshafi. Tilsvarandi samningar um framkvæmd alþjóðasamninga um fiskveiðar á Norðaustur-Atlantshafi hafa áður verið samþ. Er þetta frv. eða þeir samningar, sem hér um ræðir, alveg hliðstæðir við samningana, sem gilda um Norðaustur-Atlantshaf.

Ég sé ekki ástæðu til, herra forseti, að ræða málið efnislega. Ég reikna með, að allir hv. þdm. hafi kynnt sér frv. og skilji, hvað þar er um að ræða.