13.04.1970
Efri deild: 68. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1098 í B-deild Alþingistíðinda. (1391)

6. mál, skráning skipa

Frsm. (Jón Árm. Héðinsson):

Herra forseti. Ég get leyft mér að vitna í þann formála, sem ég hafði við afgreiðslu á 5. máli d. Það sama á við um afgreiðslu þessa máls. Hér leggjum við til breytingu á texta varðandi orðalag til samræmingar við frv. um Skipaskoðun ríkisins.

Ég vil vekja athygli á því, að með samþykkt þessa frv. og samþykkt á frv. um Skipaskoðun ríkisins er Skipaskoðuninni fengið aukið valdsvið eða starfssvið, sem er viðurkennt í lögum. Reyndar var þetta á hendi stofnunarinnar áður, en var kallað Skráningarstofa, en nú er þetta tekið undir Skipaskoðun ríkisins, og er það aðeins formsatriði. Framkvæmdin mun verða hin sama og verið hefur. N. hefur þess vegna mælt einróma með frv., en gerir brtt. á þskj. 514 um orðalag.