24.03.1970
Neðri deild: 66. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1227 í B-deild Alþingistíðinda. (1567)

168. mál, Stofnlánaadeild landbúnaðarins

Ingvar Gíslason:

Herra forseti. Ég vil eins og fleiri lýsa yfir andstöðu minni gegn þessu frv., en ef að líkum lætur nær frv. sjálfsagt fram að ganga. Mig langar til þess að varpa því fram, hvort ekki sé eðlilegt að nota þann mismun, sem þarna sparast, til þess að styrkja ýmsa aðra starfsemi, sem þarf að efla á vegum búnaðarmálanna og búnaðarsjóðanna. Og þá á ég sérstaklega við veðdeildina, sem áreiðanlega er full ástæða til að efla stórlega, og jafnframt er nauðsynlegt að koma upp virku bústofnslánakerfi eða lána meira til bústofnskaupa en gert er. Þetta er eitt af því, sem áreiðanlega er hið mesta nauðsynjamál. Og ég held, að það væri miklu nær að nota þennan mismun til þess að sinna þessum vanræktu verkefnum heldur en að spara ríkissjóði þær tiltölulega fáu krónur, sem þarna koma til með að sparast.