16.10.1969
Neðri deild: 3. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í B-deild Alþingistíðinda. (16)

3. mál, gjaldaviðauki

Fjmrh. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. Ég þarf ekki að vera margorður um þetta frv. Það er shlj. frv., sem um langt árabil hafa verið flutt á hverju þingi um framlengingu á heimild ríkisstj. til að innheimta ýmis gjöld með viðauka. Þetta hefur jafnan verið látið gilda fyrir eitt ár í senn og er svo lagt til einnig í þetta sinn, að það gildi fyrir árið 1970. Hér er ekki um neinar breytingar að ræða og engin ný gjöld frá því, sem verið hefur og tel ég því ekki þörf að gera málið frekar að umtalsefni, en leyfi mér að leggja til, að frv. verði, að lokinni þessari umr., vísað til 2. umr. og hv. fjhn.