20.01.1970
Neðri deild: 39. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1241 í B-deild Alþingistíðinda. (1618)

75. mál, framfærslulög

Frsm. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Fyrir nokkrum árum var gerð endurskipulagning á félagsmálum Reykjavíkurborgar og var stofnað sérstakt félagsmálaráð, og undir það heyra framfærslulög, og ýmis mál, sem áður heyrðu þar undir aðrar nefndir, voru falin félagsmálaráði. Á ráðstefnu Sambands ísl. sveitarfélaga, sem haldin var á s. l. hausti, var gerð ályktun, þar sem því var beint til stjórnar sambandsins, að hún ynni að því, að gerðar yrðu breyt. á lögunum, þannig að sveitarstjórnir fái heimild til að fella undir eina stjórn meðferð félagsmála í sveitarfélaginu með stofnun sérstaks félagsmálaráðs, eins og er hér í Reykjavík.

Þetta frv. var samþ. shlj. í Ed. og heilbr.- og félmn. hefur haft það til athugunar og mælir hún einróma með því, að það verði samþ.