05.03.1970
Efri deild: 51. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1244 í B-deild Alþingistíðinda. (1638)

24. mál, sala Ytra-Krossaness til Akureyrarkaupstaðar

Frsm. (Steinþór Gestsson):

Herra forseti. Landbn. hefur haft frv. þetta til athugunar og kynnt sér aðstæður eftir föngum. Jörðin Ytra-Krossanes er nú innan bæjarmarka Akureyrarkaupstaðar og þess vegna hagræði að því fyrir kaupstaðinn að hafa eignarhald á henni. Og þar sem jarðeignadeildin telur, að ríkissjóði sé enginn vinningur að því að eiga jörðina, og landnámsstjóri telur þann veg komið búsetu á henni nú, að ástæðulaust sé að halda henni í ríkiseign sem ábýlisjörð, þá varð n. sammála um að mæla með því, að frv. verði samþ. óbreytt.