29.04.1970
Efri deild: 85. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1316 í B-deild Alþingistíðinda. (1790)

129. mál, almannatryggingar

Frsm. (Jón Þorsteinsson):

Herra forseti. Þetta er þmfrv., sem flutt var í Nd. og var þar afgr. shlj. Efni frv. er að hækka sérstakar greiðslur úr 10% í 25%, sem hafa átt sér stað, þegar öryrki dvelur langdvölum á sjúkrahúsi eða dvalarheimili, en þá hefur Tryggingastofnun ríkisins heimild til þess að greiða honum sjálfum allt að 10% lágmarksbóta, en með frv. er lagt til, að þetta hækki í 25%.

Þetta frv. var sent til umsagnar Tryggingastofnunar ríkisins. Tryggingastofnunin sá nú bæði kost og löst á þessu frv. og gerði ábendingar um fleiri atriði, sem kæmi mjög til álita að breyta í sambandi við þessa reglu, en niðurstaðan varð sú í Nd., að n., sem hafði frv. þar til meðferðar, lagði til að frv. yrði samþ. óbreytt. Og svo var gert þar. Sama varð niðurstaðan í heilbr.- og félmn. Ed., sem fékk þetta mál til athugunar. N. leggur til, að frv. verði samþ., eins og það liggur fyrir og fram kemur á nál. á þskj. 752.