25.04.1970
Efri deild: 79. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1395 í B-deild Alþingistíðinda. (1997)

215. mál, skemmtanaskattur

Jón Þorsteinsson:

Herra forseti. Ég ætla að leyfa mér að flytja hér við 3. umr. skriflega brtt. við þetta frv., sem hljóðar þannig:

„Aftan við 2. gr. bætist ný málsgr., svo hljóðandi: Skemmtanir samkvæmt 1. og 2. flokki haldnar í sveitarfélögum með færri en 1500 íbúa eru eigi skattskyldar.“

Við 2. umr. málsins lýsti ég þeim sjónarmiðum, sem liggja að baki þessari till., og ég tel mig ekki þurfa að hafa fleiri orð þar um. Ég vil leyfa mér að biðja hæstv. forseta að leita afbrigða um hana.