26.01.1970
Neðri deild: 43. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 250 í B-deild Alþingistíðinda. (214)

123. mál, tollskrá o.fl.

Frsm. meiri hl. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Frá því að fjhn. þessarar hv. d. lauk umr. um frv. til l. um tollskrá og gaf út nál. til 2. umr., þá bárust n. nokkur erindi og voru þau m.a. skoðuð á fundi fjhn. í morgun. Niðurstöður af þeim athugunum eru m.a., að ég leyfi mér að flytja hér við þessa umr. skriflegar brtt. við frv., eins og það nú er orðið. Ég mun leitast við að skýra þær till. Þær eru ekki ýkja margar, en ég mun skýra þær og þá er miðað við það frv., sem lagt var fram, ásamt þeim breytingum eða með tilliti til þeirra breytinga, sem hv. Nd. samþykkti á frv. við 2. umr. í dag. Enn fremur flytur fjhn. þessar brtt., sem ég gat um nú. N. varð ásátt um, að sama fyrirkomulag yrði á flutningi þeirra og brtt. þeirra, sem fluttar voru við 2. umr., að ég flyt þær persónulega. Meiri hl. n. stendur að þeim öllum, en minni hl. stendur að þeim allflestum, en hefur sinn fyrirvara.

Till. sú, sem útbýtt hefur verið og er á þskj. 269, er hins vegar flutt af fjhn. allri og er um það, eins og þar stendur, að veita undanþágu frá greiðslu aðflutningsgjalda af bifreiðum ráðh. og sendiráðsstarfsmanna í samræmi við reglur um bílamál ríkisins. Till. þessi er flutt af fjhn. samkvæmt beiðni hæstv. fjmrh. og er í samræmi við þær reglur um greiðslur til starfsmanna ríkisins fyrir notkun bifreiða þeirra, sem fjmrn. hefur nú sett í samráði við fjvn. Alþ. Er hér ætlað að lögfesta venju, sem framkvæmd hefur verið um langan tíma.

Þær brtt. aðrar, sem fluttar eru við þessa umr. af mér, eru fyrst við 22. kafla frv. Þar er lagt til, að tollur á 22. flokki, 01.01, 02.00, 03.00 og 04.00, sem nú er 100%, lækki alls staðar niður í 70%. Hér er um að ræða ölkelduvatn, eins og þar stendur og annað vatn með kolsýru og svipaða drykki, sem eru sama eðlis. Hér er um að ræða samræmingu vegna inngöngu okkar í EFTA. Á þskj. 236 voru m.a. samþ. brtt. nr. 21, 23, 25 og 27. Auk þeirra er nú gerð till. til breytingar á nr. 39.02.85 í tollskránni. Hér er um að ræða plast og gert ráð fyrir því, að þykkt þess, sem ætlað er, að verði í 15% tollflokki og einnig svipuðum vörum í 25% tollflokki, sé miðuð við 0.3 mm og þynnra. Það er nú gerð till. um, að markið verði 0.4 mm og þynnra, vegna iðnreksturs, sem er hér í landinu. Þetta eru nýjar brtt., sem fjalla um þetta atriði.

Þá gerir n. till. um, að á 3 númerum, sem öll fjalla um björgunaráhöld og björgunartæki, verði gerð breyting. Það eru númerin 39.07.35, 40.14.02 og 45.03.02. Í öllum þessum tilfellum fari tollurinn úr 25% í 0%. Hér er um björgunar– og slysavarnatæki að ræða, eftir nánari skýrgreiningu á ákvæðum fjmrn., svo og um björgunaráhöld úr korki, eftir ákvörðun rn. og lagt er til, að tollurinn verði alls staðar 0% í staðinn fyrir 20%. Sýnist mönnum hér um sanngirnisráðstöfun að ræða.

Þá er 10., 12. og 15. brtt., sem flutt er nú. Þær eiga við númerin 39.07.71, 44.03.52 og við 73.40.43. Hér er um að ræða girðingarstaura og gerð till. um, að tollurinn verði 10% í staðinn fyrir 20%. Þá er 13. brtt. Hún er við kafla 44, um að númerið 44.18.00 verði klofið upp. Hér er um að ræða gervitrjávið úr spónum, sem notaður er með tvenns konar hætti, annars vegar til innréttinga í húsum og hins vegar til iðnaðar, þ.e.a.s. í húsgagnaiðnað og innréttingar, þannig að viðurinn er þá meira unninn. Sá, sem notaður er óunninn, er undir öllum kringumstæðum þynnri en 16 mm og þess vegna gert ráð fyrir því, að mynda tollflokk um spónaplötur yfir 15 mm að þykkt og að sá tollur verði 20% í stað þess, að tollurinn, eins og lagt var til í brtt., sem samþ. var við 2. umr., er 30%, en gert ráð fyrir því, að plötur þynnri en 15 mm verði með 30% toll.

Í 16. brtt. er aðeins farið fram á breytingu á orðalagi, að í staðinn fyrir „alúmín“ í þeim 76. tollflokki standi hvarvetna „ál“, sem tekið hefur verið upp í málið.

17. brtt. er til samræmis við „Vír“ og lagt til að þær breytingar verði gerðar á frv., að nýtt tollskrárnúmer, 76.02.02, komi inn og orðist svo, að suðuvír verði í 7%.

18. brtt. er varðandi þjöppur fyrir frystikerfi og í staðinn fyrir, að lagt er til í frv., að þær verði í 11% tolli þá fari þær hér í 7%. Þá er gert ráð fyrir því, að ýmis tæki til veitingahúsareksturs, sem eru í tollnr. 84.17.14, lækki úr 35% í 25% toll.

Þá voru í n. umr. um, að gera þyrfti athuganir á 90. flokki tollskrárinnar, og hér eru fluttar brtt. við tvö nr. í 90. flokki tollskrárinnar, þ.e.a.s. nr. 90.16.00, sem eru tiltekin tæki, eins og þar stendur, til teiknunar, afmörkunar og útreiknings o.fl. og gert ráð fyrir því, að tollurinn á þessu tollflokksnr. lækki úr 35% í 7%. Enn fremur er tollnr. 90.22.00, tæki til mekanískrar prófunar, verði í stað 35%, sem það er nú, í 7% tolli. Þetta voru brtt. við 1. gr. frv.

Þá eru brtt. við 3. gr. frv. Það er þá fyrst við 12. tölulið. Það er, að 12. tölul. orðist eins og hann raunverulega er, að undanskildum síðustu orðunum, „og verðmæti efnivörunnar er verulegur þáttur í kostnaðarverði innlendu iðnaðarvörunnar“. Þetta falli niður. Og 12. tölul. orðist þá þannig: „Að lækka eða fella niður gjöld af efnivöru í innlenda iðnaðarvöru, ef gjöldin af sams konar iðnaðarvöru, framleiddri erlendis, eru jafnhá eða lægri, en af efnivörunni.“

Þá er brtt. við 50. lið sömu gr. Það er á bls. 92, þar sem stendur:

„Á sama hátt er heimilt að endurgreiða gjaldamismun af þeim hráefnum til iðnaðarframleiðslu, sem lækka í tolli með lagabreytingu þessari, enda hafi tollafgreiðsla átt sér stað eftir 1. desember 1969,“ og svo falli niður: „og iðnrekendur sanni með staðfestum vottorðum löggiltra endurskoðenda“, en í stað þess komi: „og sé ljóst,“ framh. er svo óbreytt: „að vörurnar séu fyrir hendi í birgðum hráefna eða óseldra iðnaðarvara“.

Hér er um að ræða atriði, sem talið er réttara að orða svo, til þess að betur sé hægt að framkvæma þetta ákvæði eftir þeirri hugsun, sem á bak við það felst. Þá er við 52. tölul., sem er á þskj. 236, þ.e.a.s. brtt. samþ. við 2. umr., þar sem stendur: „að endurgreiða, með nánar ákveðnum skilyrðum, gjöld af efni til framleiðslu rafagnatækja“, við þetta bætist: „einnig gjöld af efni til rafbúnaðar til húshitunar og rafmagns vatnshitunartækja (sbr. nr. 85.12.02 og 85.12.06)“, en í frv. er gert ráð fyrir því, að þessi tvö nr., sem eru innflutt tæki til húsahitunar, að tollurinn á þeim lækki úr 80% í 35% og þess vegna talið óumflýjanlegt að gefa fjmrn. heimild til þess að endurgreiða toll af því efni, sem notað er hér innanlands við framleiðslu á sams konar tækjum.

Fleiri eru ekki þær brtt., sem ég hef leyft mér að flytja og legg til fyrir hönd meiri hl. n., að frv. verði samþ. með þeim breytingum, sem ég hef nú gert grein fyrir og legg fram sem skriflega fluttar brtt.