04.05.1970
Neðri deild: 97. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1688 í B-deild Alþingistíðinda. (2141)

Námslán

Jónas Árnason:

Ég hafði næstum gleymt því. Ég er hér aftur kominn utan dagskrár, að þessu sinni að vísu af minna tilefni, en ég vona, að hæstv. forseti virði mér það til vorkunnar, að ég hef að undanförnu ekki tafið til muna þingstörf með ótímabærum ræðuhöldum. En það var fyrir nokkrum dögum, að hér var til 2. umr. frv., sem gerir ráð fyrir því, að nemendur í framhaldsdeild Hvanneyrarskóla fái notið úr lánasjóði sambærilegra lána og aðrir úr þeim sjóði. Hv. þm. kannast við þetta frv. Í miðri þessari umr. var það skyndilega tekið út af dagskrá. Nú vil ég beina þeirri fsp. til réttra aðila, ókunnugleiki veldur því, að ég get ekki fullyrt um það, hvort það er hæstv. forseti eða ráðh., sem ætti að svara þessu, en spurning mín er þessi: Hvað hefur orðið af þessu frv.?