04.05.1970
Neðri deild: 97. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1689 í B-deild Alþingistíðinda. (2142)

Námslán

Forseti (MÁM):

Eins og gefur að skilja og gjarnan kemur fyrir við þinglok, þá vinnst ekki tími til þess að ljúka afgreiðslu allra þeirra mála, sem lögð hafa verið fyrir þingið. Það mál, sem hv. þm. minntist á áðan, hefur verið á dagskrá fjölmargra síðustu fundi þingsins, en er eitt þeirra mála, sem ekki hefur unnizt tími til þess að ljúka afgreiðslu á, og hefur verið haft samráð við hæstv. menntmrh. um það, að afgreiðslu þessa máls geti ekki lokið á þessu þingi.