02.03.1969
Sameinað þing: 36. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1717 í B-deild Alþingistíðinda. (2170)

Þingmennskuafsal

forseti (BF):

Svo hljóðandi bréf hefur borizt:

„Þar sem ég hef verið skipaður sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn og mun taka við því embætti 1. n. m., leyfi ég mér hér með að tilkynna yður, herra forseti, að ég afsala mér þingmennsku frá lokum þessa mánaðar.

Reykjavík, 25. febrúar 1970.

Sigurður Bjarnason.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

Ásberg Sigurðsson er mættur á þingi í stað Sigurðar Bjarnasonar. Hann hefur áður átt sæti á Alþingi og kjörbréf hans verið rannsakað og kosning hans metin gild. Tekur hann nú sæti á þingi sem 4. þm. Vestf. Skoðast það samþ., ef enginn mælir því í gegn. — En samkvæmt því verður hv. alþm. Matthías Bjarnason eftirleiðis 2. þm. Vestf.