15.10.1969
Sameinað þing: 3. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1719 í B-deild Alþingistíðinda. (2173)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Auður Auðuns):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur haft til meðferðar kjörbréf Snæbjarnar Ásgeirssonar, Nýlendu, Seltjarnarneshreppi, 2. varaþm. Sjálfstfl. í Reykjaneskjördæmi, og kjörbréf Helga Friðrikssonar Seljans skólastjóra á Reyðarfirði, 1. varaþm. Alþb. í Austurlandskjördæmi. Kjörbréfanefnd hefur athugað kjörbréf þessara tveggja varaþm. og hefur n. ekkert fundið við kjörbréfin athugavert og leggur til, að kosning þessara tveggja varaþm. verði tekin gild og kjörbréfin samþ.