24.11.1969
Efri deild: 17. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1721 í B-deild Alþingistíðinda. (2181)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfs

forseti (JR):

Borizt hefur eftirfarandi bréf frá Steinþóri Gestssyni, 5. þm. Sunnl.:

„Þar sem ég vegna sérstakra anna heima fyrir mun ekki geta sótt fundi næstu vikur, vil ég leyfa mér að biðja fjarvistarleyfis og, með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis, að óska þess, að 1. varamaður Sjálfstfl. í Suðurlandskjördæmi, Ragnar Jónsson skrifstofustjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Steinþór Gestsson,

5. þm. Sunnl.

Til forseta efri deildar.“

Samkvæmt þessu bréfi tekur Ragnar Jónsson sæti á Alþ. í stað Steinþórs Gestssonar, 5. þm. Sunnl., og leyfi ég mér að bjóða hann velkominn til starfa.