30.01.1970
Neðri deild: 48. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1723 í B-deild Alþingistíðinda. (2187)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfs

forseti (SB):

Forseta hafa borizt svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 30. jan. 1970.

Samkvæmt beiðni Bjarna Benediktssonar forsrh., 1. þm. Reykv., sem nú er veikur á sjúkrahúsi, leyfi ég mér, með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis, að óska þess, að varamaður hans, Þorsteinn Gíslason skipstjóri, taki á meðan sæti hans á Alþingi.

Virðingarfyllst,

Þorv. Garðar Kristjánsson.

Til forseta neðri deildar.“

Þessu bréfi fylgir svo hljóðandi yfirlýsing: „Reykjavík, 30. jan. 1970.

Vegna anna get ég því miður ekki tekið sæti á Alþingi í veikindaforföllum dr. Bjarna Benediktssonar forsrh.

Geir Hallgrímsson.

Til forseta neðri deildar.“

Þorsteinn Gíslason skipstjóri hefur áður átt sæti á Alþ. og kjörbréf hans hefur verið rannsakað. Býð ég hann velkominn til starfa í hv. þd.