03.02.1970
Sameinað þing: 35. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 1735 í B-deild Alþingistíðinda. (2228)

Þinghlé

dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Forsrh., dr. Bjarni Benediktsson, hefur beðið mig í veikindaforföllum að lesa hér og gera þinginu grein fyrir skjölum um þingfrestun.

Forseti Íslands hefur í dag gefið út svo hljóðandi bréf :

„Forseti Íslands gjörir kunnugt:

Að ég, að tilskildu samþykki Alþingis, veiti forsrh. umboð til þess að fresta um sinn fundum Alþingis, frá 3. febr. 1970 eða síðar, ef henta þykir, enda verði þingið kvatt til fundar á ný eigi síðar en 2. marz 1970.

Gjört í Reykjavík, 3. febr. 1970.

Kristján Eldjárn.

Bjarni Benediktsson.“

Forsetabréf um frestun á fundum Alþingis.“ „Samkvæmt umboði í forsetabréfi um frestun á fundum Alþingis lýsi ég því hér með yfir, að fundum Alþingis er frestað frá deginum í dag að telja og verður það kvatt til fundar að nýju eigi síðar en 2. marz 1970.

Bjarni Benediktsson.“