03.02.1970
Neðri deild: 53. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 104 í C-deild Alþingistíðinda. (2294)

70. mál, heimild til handa Kvennaskólanum að brautskrá stúdenta

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Ég tel, að önnur verkefni séu meira aðkallandi í fræðslumálum þjóðarinnar en að fjölga menntaskólum í Reykjavík eins og sakir standa, og segi því nei.