03.02.1970
Neðri deild: 53. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 104 í C-deild Alþingistíðinda. (2295)

70. mál, heimild til handa Kvennaskólanum að brautskrá stúdenta

Ingvar Gíslason:

Herra forseti. Ég tel Kvennaskólann í Reykjavík að vísu alls góðs maklegan, en stofnun menntadeildar við skólann er þess háttar mál, sem ég vil ekki bera ábyrgð á. Í fyrsta lagi, er það nægilegt verkefni í bili að byggja upp þá menntaskóla, sem þegar starfa og ákveðið hefur verið að setja á stofn, m. a. á Austfjörðum og Vestfjörðum. Menntadeild við Kvennaskólann getur tafið fyrir eðlilegri uppbyggingu annarra nýrra skóla, jafnvel sérskóla. Og í þriðja lagi, hér er um þess háttar fordildar- og kappsmál að ræða, sem Alþ. á ekki að sinna. Þm. segir því nei.