27.01.1970
Neðri deild: 44. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 274 í B-deild Alþingistíðinda. (241)

149. mál, tollheimta og tolleftirlit

Frsm. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Fjhn. hv. d. hefur haft frv. þetta til athugunar. Á fundum n. mætti ráðuneytisstjórinn í fjmrn., Jón Sigurðsson, og skýrði ýmis atriði varðandi frv. og svaraði fsp. nm. varðandi þetta mál. Eins og fram kemur á þskj. 273, þá mælir fjhn. með því, að frv. verði samþ. óbreytt. Hér er um að ræða samræmingu á 1. um tollheimtu og tolleftirlit, þess eðlis, að útflutningsskýrslur verði gerðar með sama hætti og sömu kröfum og innflutningsskýrslur. Eins og fram kemur í aths. við frv., hefur verið haft samráð við þá aðila, sem þessi mál snerta og þeim gerð grein fyrir efni þess. Fjhn. leggur til, að frv. verði samþ. óbreytt.