07.04.1970
Neðri deild: 69. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 275 í C-deild Alþingistíðinda. (2493)

8. mál, Seyðisfjarðarkaupstaður

Forsrh. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Þetta er auðvitað ekkert stórmál, en mér virðist það eðlileg uppástunga, sem hv. frsm. minni hl. bar hér fram. Úr því að sýslunefndin ætlar að halda fund 25. apríl og það er ljóst, að þingi verður aldrei slitið fyrr en nokkrum dögum síðar, varla fyrr en í apríllok, er þá ekki ráðið að taka aftur hina rökstuddu dagskrá nú og afgreiða málið til 3. umr. og láta hana bíða, þangað til n. hefur látið uppi sitt álit?