04.12.1969
Efri deild: 22. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 22 í B-deild Alþingistíðinda. (26)

3. mál, gjaldaviðauki

Frsm. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir, er gamall kunningi í þessari hv. deild. Efni þess er framlenging á heimild til þess að innheimta nokkur nánar tiltekin gjöld með viðauka, en þessi heimild hefur um alllangt skeið verið framlengd frá ári til árs. Eins og fram kom í framsöguræðu hæstv. fjmrh. við fyrstu umr. var mál þetta afgr. ágreiningslaust í Nd. og eins og nál. fjhn. á þskj. 137 ber með sér, mælir n. einróma með, að það verði samþ. óbreytt.