10.11.1969
Efri deild: 12. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 561 í C-deild Alþingistíðinda. (2848)

73. mál, Húsnæðismálastofnun ríkisins

Flm. (Björn Fr. Björnsson):

Herra forseti. Ég tek eftir því, að það hefur fallið niður hluti af 4. gr. frv., og vildi ég leyfa mér að lesa upp gr., þ.e.a.s. 1. mgr., þar sem þessi villa kemur fyrir, eins og hún á að vera, með leyfi hæstv. forseta:

„Það fé, sem Byggingarsjóður ríkisins leggur af mörkum til framkvæmdaáætlunar um byggingar í Breiðholti í Reykjavík umfram venjuleg íbúðalán, ber framkvæmdanefnd byggingaráætlunarinnar að endurgreiða Byggingarsjóði eftir þeim reglum, sem ráðh. setur.“

Það var þessi leiðrétting, sem ég vildi koma að.