07.04.1970
Efri deild: 66. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 605 í C-deild Alþingistíðinda. (2908)

200. mál, sala Þykkvabæjar I í Landbroti

Frsm. (Steinþór Gestsson):

Herra forseti. Landbn. þessarar hv. d. hafði borizt tilmæli um það frá landbrn. að flytja frv. það, sem hér liggur fyrir til 1. umr. Dm. mun vera þetta málefni nokkuð kunnugt frá síðasta þingi. Þá voru þessi lög sett um sölu jarðarinnar Þykkvabæjar í í Landbroti, og var það gert vegna þess, að hreppsnefnd Kirkjubæjarhrepps á í verulegum örðugleikum með það að halda þessari jörð í byggð, sé eignarráðum á henni háttað eins og verið hefur vegna þeirrar kvaðar, sem gjafabréfi fylgdu. Talið var, að þau lög, sem sett voru á síðasta þingi, mundu leysa þetta mál, en við frekari könnun hefur það ekki verið svo, og því er þetta frv. flutt til þess að auðvelda, að þessi sala jarðarinnar geti farið fram og um leið tryggt framhaldandi ábúð á jörðinni.

Landbn. hefur fjallað um þetta mál og varð sammála um það að bera frv. fram. Hins vegar hafa einstakir nm. óbundnar hendur um afstöðu til málsins í heild.

Ég vil, herra forseti, leggja til, að að lokinni þessari umr. verði þessu frv. vísað til 2. umr.