19.12.1969
Sameinað þing: 27. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 244 í D-deild Alþingistíðinda. (2964)

117. mál, aðild Íslands að Fríverslunarsamtökum Evrópu

Hannibal Valdimarsson:

Herra forseti. Flokkur frjálslyndra og vinstri manna er almennt samþykkur því, að þjóðaratkvgr. fari fram um stærstu þjóðmál. Þetta mál er þannig vaxið, að aðild að EFTA er uppsegjanleg með eins árs fyrirvara og bindur ákvörðun Alþ. um inngöngu í EFTA því þjóðina aðeins skamman tíma. Þess vegna breytir þessi till. engu um afstöðu mína og Björns Jónssonar til málsins nú á Alþ., en í samræmi við meginstefnu flokksins til þjóðaratkvæðis, lýsum við Björn Jónsson okkur fylgjandi þessari till. Ég segi já.