12.01.1970
Sameinað þing: 29. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 248 í D-deild Alþingistíðinda. (2983)

46. mál, heimildarkvikmynd um Alþingi

Benedikt Gröndal:

Herra forseti. Fyrir hönd flm. vil ég þakka allshn. fyrir afgreiðslu hennar á málinu. Við flm. allir erum sammála þeim fyrirvara, sem hv. 1. þm. Norðurl. e. hefur gert, að gæta verði hófs í sambandi við kostnað. Kvikmyndagerð er eins og klæðaburður. Það er hægt að gera kvikmynd og verja til þess tiltölulega litlu fé. Það er líka hægt að gera kvikmynd og sóa í hana fé. En ég vil vænta þess, að forsetar þingsins gæti þess, að við þessa kvikmyndagerð verði öllu í hóf stillt, en tilganginum þó náð.