03.02.1970
Sameinað þing: 33. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 282 í D-deild Alþingistíðinda. (3030)

113. mál, alþjóðasamþykkt um persónuskírteini sjómanna

Frsm:

(Jónas Pétursson): Herra forseti. Þessi þáltill.; sem flutt er af ríkisstj., er um fullgildingu á alþjóðasamþykkt um persónuskírteini sjómanna. Allshn. Sþ. hefur haft þessa till. til meðferðar og fékk til viðræðu á fund sinn Jón S. Ólafsson deildarstjóra í félmrn. til þess að skýra nokkru betur efni till., er skipti máli, en sem fskj. með till. er prentuð þessi samþykkt bæði á íslenzku og ensku. N. leggur einróma til, að till. verði samþ. óbreytt. Fjarverandi við afgreiðslu málsins var Bragi Sigurjónsson, formaður n., sem þá var erlendis.