03.02.1970
Sameinað þing: 34. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 282 í D-deild Alþingistíðinda. (3035)

165. mál, frestun á fundum Alþingis

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Till. þessi til þál. um frestun á fundum Alþ. er þannig til komin, að nauðsyn ber til þess að fresta störfum þingsins um tíma vegna funda Norðurlandaráðs, sem hefjast í þessari viku. Sú þingfrestun gæti ekki orðið styttri en til loka næstu viku. Í sambandi við þetta hefur borið á góma, að hentugt kynni að vera að fresta störfum þingsins nokkru lengur. Af hálfu ríkisstj. er talið æskilegt og hentugt, að hún fái nokkurn tíma til þess bæði að vinna úr og undirbúa mál og það eru stórmál, sem þingið á enn eftir að fjalla um. Ríkisstj. hefur einnig orðið þess áskynja í viðraeðum við þm., að þeir telja af ýmsum ástæðum hentugt að hafa þingfrestunina nokkru lengri. Verð ég því að telja, að um það sé samstaða innan þingsins, og er með þessari þáltill. lagt til, að þingið verði kvatt saman eigi síðar en 2. marz, sem mundi þýða, ef nauðsyn bæri til, að hægt yrði að kveðja þingið saman fyrr, en ef ekkert sérstakt ber að höndum er gert ráð fyrir með þessu, að þingfrestunin standi fram til mánaðamóta.

Ég vil leyfa mér, herra forseti, að leggja til, að þessi till. verði afgreidd, án þess að henni sé vísað til n. svo sem venja hefur verið og hún megi því hljóta afgreiðslu nú á þessum fundi.