04.03.1970
Sameinað þing: 37. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 287 í D-deild Alþingistíðinda. (3045)

30. mál, hagnýting á saltsíld

Jón Árm. Héðinsson:

Herra forseti. Ég ætla ekki að tefja tíma Sþ. mikið, en vil aðeins þakka fyrir jákvæða afstöðu og þær breytingar, sem frummælandi hefur gert grein fyrir varðandi till. Þær eru það litlar, að ég get fúslega fallizt á þær. Það er eðlilegt, að tímatakmarkið sé fært, þar sem mjög hefur dregizt, að afgreiðsla á þessu máli færi í gegnum þingið. Tilnefning aðila í nefndina er ekki meginatriði, þannig að ég fellst vel á till. eins og hún liggur fyrir og þakka fyrir jákvæðar undirtektir. Hér er aðeins stigið eitt skref í þá átt að fara betur með hráefni, sem kemur að landi, og skapa hæði vinnu og aukið verðmæti, og það er viðleitni, sem við ættum allir að vera sammála um að efla.