22.04.1970
Sameinað þing: 46. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 308 í D-deild Alþingistíðinda. (3104)

111. mál, endurskoðun laga um framkvæmd eignarnáms

Auður Auðuns:

Herra forseti. Ég vildi ekki láta hjá líða að þakka allshn. fyrir skjóta og jákvæða afgreiðslu á þessari till. Ég veit, að annríki er mikið hjá þingnefndum um þessar mundir, en ég ætla, að það hafi legið svo í augum uppi, hvílíkt nauðsynjamál og sanngirnismál hér var um að ræða, að hv. nm. hafi ekki lengi þurft að skoða hug sinn til þess að mæla með samþykkt till.