22.04.1970
Sameinað þing: 46. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 311 í D-deild Alþingistíðinda. (3110)

180. mál, rækjuveiðar

Frsm. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Allshn. hefur leitað umsagnar um þessa till. hjá Hafrannsóknastofnuninni og Fiskifélagi Íslands, og að fengnum þeim upplýsingum leggur n. til að gera nokkra breytingu á till. á þann veg, að Alþ. álykti að skora á ríkisstj. að beita sér fyrir því, að ráðinn verði til reynslu á vegum Fiskifélags Íslands og Hafrannsóknastofnunarinnar vel hæfur erindreki, sem ferðist um landið til að glæða áhuga og kynna mönnum nýjungar við leit, útbúnað báta, veiðar og vinnslu á rækju, og þá sérstaklega eins og það gerist meðal þeirra þjóða, sem lengst eru komnar á þessu sviði. N. er sammála um að mæla með þessari till. og telur, að hér sé hreyft athyglisverðu máli og það heri að nýta sem bezt rækjumið víðs vegar um landið og efla þessa atvinnugrein á sviði sjávarútvegs.