29.04.1970
Sameinað þing: 49. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 517 í D-deild Alþingistíðinda. (3232)

17. mál, Vesturlandsáætlun

Benedikt Gröndal:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. fjvn. fyrir það, að hún hefur efnislega tekið mjög jákvæða afstöðu til málsins og virðist vera hlynnt hugmyndinni, sem þar er fram sett. Eftir atvikum er ekki svo mjög mikill munur á texta till., sem er að fela ríkisstj. eða skora á ríkisstj. að gera umrædda áætlun og því að vísa málinu til hennar, svo að ég mun eftir atvikum sætta mig við það og vænta þess, að þessi stuðningur, sem fram hefur komið hjá n., svo og stuðningur annarra þm. í umr: verði til þess að greiða málinu framgang.