27.11.1969
Efri deild: 19. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 24 í B-deild Alþingistíðinda. (34)

95. mál, happdrætti fyrir Ísland

Frsm. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Um efni þessa frv. get ég látið nægja að vísa til grg. fyrir frv. og framsöguræðu hæstv. fjmrh. fyrir málinu við 1. umr. Það er kannske rétt að vekja athygli á því, það kemur kannske ekki nægilega skýrt fram í grg., að hlutatala happdrættismiða er óbreytt frá því, sem verið hefur, eða hámark hennar 65 þúsundir. Hins vegar er um það að ræða, að flokkum í happdrættinu er fjölgað um einn og þá gert ráð fyrir því, sbr. grg., að eftirleiðis verði eingöngu um heilmiða að ræða.

Frv. svipaðs efnis og það, sem hér liggur fyrir, hefur yfirleitt verið vel tekið á Alþ. og talið sjálfsagt að koma til móts við óskir stjórnar Happdrættis Háskólans í þessu efni og eins og nál. fjhn. á þskj. 123 ber með sér, mæla allir þeir nm., sem viðstaddir voru á þeim fundi, sem málið var tekið til afgreiðslu, með því, að það verði samþ. óbreytt, en tveir nm. voru fjarstaddir við afgreiðslu málsins.

Herra forseti. Samkvæmt þessu leggur fjhn. til, að frv. þetta verði samþ. óbreytt