30.01.1970
Neðri deild: 49. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 427 í B-deild Alþingistíðinda. (354)

156. mál, Iðnþróunarsjóður

Dómsmrh. (Jóhann Hafstein):

Herra forseti. Út af þessari fsp. hv. þm. get ég svarað því neitandi þannig, að það var engin krafa frá fulltrúum hinna Norðurlandanna, að þessi háttur yrði á, en þetta er sameiginleg niðurstaða samninganna, og það var sameiginleg skoðun okkar allra og það var álit okkar í íslenzku ríkisstj., að þessi verði beztur háttur á þessu, og ég mundi ekki beita mér fyrir endurskoðun samningsins í þá átt, sem hér er stungið upp á.