12.11.1969
Sameinað þing: 12. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 677 í D-deild Alþingistíðinda. (3546)

52. mál, lán og styrkveitingar atvinnumálanefndar ríkisins

Jón Skaftason:

Herra forseti. Það er aðeins örstutt aths. út af ummælum síðasta hv. ræðumanns. Ég vil út af fyrir sig ekki mótmæla því, að það sé rétt, sem hann sagði, en það haggar í engu því, sem ég sagði. Ég gaf upplýsingar um það, hvernig íbúatala fjögurra kjördæma hefur breytzt á einu ári. Annars vegar gaf ég óyggjandi upplýsingar um það og hins vegar, hvernig fjármagni úr Atvinnujöfnunarsjóði hefur verið ráðstafað á sama tíma til þessara sömu svæða. Þó að ég geti tekið undir allt, sem hv. ræðumaður sagði áðan, þá hrekur það ekki neitt þá staðhæfingu mína, að um skiptingu atvinnubótafjárins til þessa svæðis hefur reglan um tilflutning fólksins ekki ráðið.