14.01.1970
Sameinað þing: 30. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 777 í D-deild Alþingistíðinda. (3694)

108. mál, ráðstafanir vegna deyfi- og vanalyfja

Fyrirspyrjandi (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðh. svör hans og það, sem hann skýrði frá í sambandi við þetta mál. Þegar fsp. var flutt, þá hafði það frv. ekki séð dagsins ljós hér á Alþ. sem hann gat um, en það kom fram rétt fyrir þingfrestun. Af svörum ráðh. get ég séð, að þessi mál hafa verið í athugun hjá hinu opinbera og ráðstafanir hafa verið gerðar í þá átt, sem nauðsynlegt er að gerðar verði, og ég vonast til þess, að haldið verði áfram að vinna að lausn á þessu vandamáli og rn, og þeir aðilar, sem með þessi mál fara, hafi sem nánast samstarf við fjölmiðlunartækin, því eins og ég gat um áðan er víssulega mikið atriði, með hvaða hætti þau taka einmitt á þessu mikilvæga vandamáli.