28.01.1970
Sameinað þing: 32. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 795 í D-deild Alþingistíðinda. (3726)

910. mál, stofnlán fiskiskipaflotans

Sjútvrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Spurt er: Hve miklu er áætlað, að afborganir og vextir af stofnlánum fiskiskipa á árinu 1969: a) af togurum, b) öðrum fiskiskipum, muni nema?

Afborganir og vextir af stofnlánum fiskiskipa nema á árinu 1969: af togurum í afborgarnir 19.5 millj. kr. og vexti 12 millj. kr., öðrum fiskiskipum í afborganir 181.8 millj. kr. og 120.3 millj. kr. í vexti.

Þau skiptast þannig: Í fyrsta lagi eru árgjöld ársins 1969 af skipalánum í Fiskveiðasjóði, þar eru afborganir togara 2.6 millj. kr. og vextir af þeim 0.6 millj. kr. Afborganir af öðrum fiskiskipum eru 166.1 millj. kr. og vextir 116 millj. kr. Í öðru lagi eru árgjöld 1969 af svonefndum R-lánum vegna togara, sem voru á vegum Stofnlánadeildar sjávarútvegsins, en eru nú í vörzlu Seðlabankans, þau nema 0.4 millj. kr. í afborganir og 0.1 millj. kr. í vexti. Í þriðja lagi: Áætlaðar greiðslur 1969 af þeim stofnlánum vegna togara; sem eru á vegum Ríkisábyrgðasjóðs, nema 16.5 millj. kr. í afborganir og 11.3 millj. kr. í vexti. Eru hér taldar greiðslur af þeim lánum, sem talizt geta virk, þ.e. greiðslur, sem falla á útgerðaraðila skipanna, og eru meðtalin lán vegna skipa, sem ekki eru lengur gerð út. Lán vegna botnvörpungsins Haukaness GK 3 eru þó ekki hér með talin. Í fjórða lagi: Á árinu 1969 má ætla, að greiðslur af lánum vegna hinna austur-þýzku togara, svonefndra tappatogara, verði sem hér segir: Afborganir 15.7 millj. kr. og vextir 4.3 millj. kr.