11.03.1970
Sameinað þing: 38. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 850 í D-deild Alþingistíðinda. (3814)

173. mál, aðild ríkisfyrirækja að Vinnuveitendasambandi Íslands

Fyrirspyrjandi (Lúðvík Jósefsson):

Herra forseti.) Ég þakka hæstv. ráðh. fyrir þessar upplýsingar, vil aðeins segja það hér um leið, án þess að hefja hér nokkrar umr. um þessar upplýsingar, að ég tel mjög rangt, að þessi ríkisfyrirtæki séu aðilar að Vinnuveitendasambandi Íslands og taki á þann hátt þátt í þeim deilum, sem eðlilega eru á milli verkalýðssamtakanna í landinu og Vinnuveitendasambandsins, og að þessi ríkisfyrirtæki séu á þennan hátt, eins og þessar upplýsingar bera með sér, látin standa undir þeim kostnaði, sem er af rekstri Vinnuveitendasambandsins. Ég hefði talið miklu heppilegra, að þessi ríkisfyrirtæki hefðu staðið fyrir utan þessi samtök og unnið að lausn kaupgjaldsmála sinna eftir öðrum leiðum.