15.04.1970
Sameinað þing: 45. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 929 í D-deild Alþingistíðinda. (3900)

925. mál, framhaldsdeildir gagnfræðaskólanna

Fyrirspyrjandi (Jónas Árnason):

Herra forsetl. Ég þakka hæstv. ráðh. svör hans. Maður hefur að sjálfsögðu enga aðstöðu til þess að ræða náið þessa reglugerð, sem hann las hér upp, og það er ekki ætlun mín að fara að tefja þennan fund með umr. frekar en gert hefur verið í dag, en ég hygg, að margt sé þarna athyglisvert á ferðinni og að eitt a.m.k. sé víst, að nemendur, sem hér eiga hlut að máli, og foreldrar þeirra muni fagna því að vita þó, hvert þau geta stefnt með þessu námi sínu. Ég endurtek síðan þakkir mínar fyrir greið svör. 46. Niðurlagningarverksmiðja ríkisins.