02.02.1970
Neðri deild: 51. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 458 í B-deild Alþingistíðinda. (419)

116. mál, verslunaratvinna

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Mér láðist að geta um þessa till., vegna þess að eins og allir hv. þm. hafa tekið eftir, þá var hliðstæð brtt. samþ. með shlj. atkv. við frv. til l. um breyt. á l. um iðju og iðnað og ég hafði gert ráð fyrir, að forseti hefði sama hátt á því, hvernig hann bæri upp þessa till. og hafði hugsað mér að greiða atkv. með síðari lið hennar, því að ég tel eðlilegt, að fullt samræmi sé í þessari tvenns konar lagasetningu. Þetta taldi ég vera svo sjálfsagðan hlut, að þess vegna láðist mér að geta þess. Að gefnu tilefni þessa hv. þm. mæli ég með því, að síðari liður brtt. hans verði samþ.